ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Mesta endurnýjun dreifikerfis í sögu RARIK

Á ársfundi RARIK, sem haldinn verður 24. mars næstkomandi, verður lögð fram ársskýrsla félagsins þar sem gerð verður grein fyrir starfi og helstu verkefnum RARIK á árinu 2020. Árið einkenndist m.a. af miklum framkvæmdum við endurnýjun og þrífösun dreifikerfis raforku í dreifbýli og af áhrifum Covid-19 á vinnuumhverfi starfsmanna sem var um tíma lokað öðrum en starfsmönnum.

Samtals voru lagðir 380 km af nýjum jarðstrengjum í stað loftlína og er það mesta endurnýjun dreifikerfisins frá því hún hófst 1991. Heldur meira var lagt á árinu 2019 vegna nýrra tenginga. Heildarfjárfesting í endurnýjun og aukningu dreifikerfisins, með kaupum á dreifikerfi Reyðarfjarðar, nam 3.653 milljónum króna sem er um 915 milljónum meira en árið á undan. Þar af var um 1.538 milljónum króna varið í að endurnýja dreifikerfið samkvæmt langtímaáætlun, með jarðstrengjum og jarðspennistöðvum.

 

Aukin framlög

Að stærstum hluta voru verkefni ársins á áætlun um endurnýjun dreifikerfisins og eitthvað var um notendadrifin verkefni, en vegna tjóna í desember 2019 ákvað stjórn RARIK í ársbyrjun að bæta við og breyta áður samþykktri fjárfestingaráætlun.

 

Bætt var við 230 milljónum króna til að ljúka við níu ný verkefni í endurnýjun dreifikerfisins á Norðurlandi. Meðal þeirra voru lagnir jarðstrengja í Vesturhópi, Svarfaðardal að austan, Hörgárdal bæði að austan og vestan, frá Sveinbjarnargerði að Nolli í Eyjafirði, í Aðaldal og frá Kópaskeri að Leirhöfn. Önnur svæði, sem fóru illa í óveðrinu, en höfðu verið ýmist að hluta eða að öllu leyti á áætlun, voru m.a. strenglögn út á Vatnsnes norðan Hvammstanga, álmur í Skagafirði og allt línukerfið á Tjörnesi.

 

Þá ákváðu stjórnvöld að flýta nokkrum verkum vegna sérstaks fjárfestingarátaks til að efla efnahagslífið. Til þess veittu stjórnvöld 50 milljónum króna gegn 100 milljóna mótframlagi RARIK. Í því átaki voru lagðir alls um 30 km jarðstrengir á Vestur-, Suður- og Austurlandi. Meðal verkefna voru rúmlega 10 km strenglögn milli Víkur og Klausturs, strenglögn í Seyðisfirði, strenglögn sunnan Hvolsvallar og í Dalabyggð. Stjórnvöld koma einnig að verkefnum í tengslum við brothættar byggðir. Vegna þess verkefnis voru lagðir á árinu um 43 km af háspennustreng í Skaftárhreppi.

Helstu jarðstrengsverkefni RARIK í dreifbýli 2020
Helstu jarðstrengsverkefni RARIK í dreifbýli 2020.
Jarðstrengsverkefni RARIK við Grenivík í ágúst 2020
Jarðstrengsverkefni RARIK við Grenivík í ágúst 2020.
  • Fréttin var lagfærð 22.03.2021.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik