ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

List í ljósi til að umvefja og gleðja Seyðfirðinga

Um þessa helgi hafa Seyðfirðingar tekið á móti fyrstu sólargeislum nýs árs með sinni árlegu ljósahátíð List í ljósi. RARIK er einn af bakhjörlum hátíðarinnar, en vegna heimsfaraldurs og nýliðinna náttúruhamfara á Seyðisfirði er hátíðin að þessu sinni með látlausu en táknrænu móti.

Listamenn, menningarstofnanir og skólar á svæðinu hafa boðið gestum og gangandi upp á einlægt listrænt framlag sem miðar að því að umvefja og gleðja íbúa Seyðisfjarðar dagana 12.-14. febrúar. Reyndar má segja að dagskráin hafi byrjað strax á fimmtudagskvöld 11. febrúar með frumsýningu í Herðubreið á heimildamynd um Tækniminjasafnið og með söfnun fyrir safnið sem eyðilagðist í aurskriðunni í lok síðasta árs. Sýningin var vel sótt og var góður rómur gerður að myndinni en í henni segja gamlir Seyðfirðingar sögur sínar.

 

Á meðal annarra dagskrárliða á List í ljósi í ár eru m.a. sýningar, útvarpssendingar, útgáfa, Flat Earth kvikmyndahátíð og List í Ljósi listaganga sem verður farin frá Herðubreið að Skaftfelli – myndlistarmiðstöð Austurlands. Í kynningarefni hátíðarinnar kemur fram að leitast hafi verið við að skipuleggja viðburði og haga framkvæmd hátíðarinnar þannig að þeir sem vilja njóta hennar geti gert það á sínum tíma og skoðað listaverk og sýningar á eigin forsendum.

 

Þetta er sjötta árið sem RARIK er einn af bakhjörlum hátíðarinnar og hefur samstarfið við skipuleggjendur hennar alla tíð verið einkar ánægjulegt og gott. Sem dæmi um það má nefna að Seyðfirðingar völdu fulltrúa RARIK til að vera staðgengill þeirra á Bessastöðum á síðasta ári þegar Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, fór formlega úr höndum Listar í ljósi yfir til Skjaldborgar hátíðar íslenskrar heimildamynda á Patreksfirði.

 

Nánari upplýsingar um dagskrá Listar í ljósi er að finna á vefnum www.listiljosi.com.

Líkan að Silfurhöllinni sem eyðilagðist í hamförunum í lok árs 2020
Líkan að Silfurhöllinni sem eyðilagðist í hamförunum í desember s.l.
Endurkomu sólar fagnað með þessu listaverki
Endurkomu sólar fagnað með þessu listaverki.
Góða ferð
„Góða ferð."
Brot úr ljóði varpað á fjallið
Brot úr ljóði varpað á fjallið.
Seyðisfjarðarkirkja böðuð ljósi
Seyðisfjarðarkirkja böðuð ljósi.
Starfsstöð RARIK á Seyðisfirði
Starfsstöð RARIK á Seyðisfirði.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik