ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

List í ljósi 2019

Listahátíðin List í ljósi var haldin í fjórða sinn á Seyðisfirði dagana 15.-16. febrúar en RARIK var nú annað árið í röð einn af bakhjörlum hennar. Frá upphafi hefur RARIK veitt hátíðinni stuðning og hefur hún notið aðstoðar starfsmanna okkar við að slökkva á götuljósum á meðan listagöngunni stendur, þar sem gestir ganga á milli sýningarstaða til að njóta innsetninga og ljósverka af ýmsum toga.

List í ljósi hlaut á dögunum Eyrarrósina sem er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Í umsögn dómnefndar segir að listahátíðinni hafi vaxið ásmegin ár frá ári. „[Hátíðin] laðar nú að sér breiðan hóp listafólks og gesta til þátttöku í metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá...Sérstök ljósalistahátíð er nýnæmi í íslensku menningarlandslagi og er List í ljósi þegar farin að hafa áhrif langt út fyrir Seyðisfjörð, til að mynda með áhugaverðu samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá listaverkefni á landsbyggðinni taka leiðandi hlutverk á landsvísu á sínu sviði. “

Frá List í ljósi
Krakkafréttir hjá RÚV fylgdust með þegar slökkt var á götuljósunum.
Copy of Frá List í ljósi
Dulúð yfir Seyðisfjarðarkirkju.
Copy of Frá List í ljósi
List í ljósi varpað á húsveggi á Seyðisfirði.
Copy of Copy of Frá List í ljósi
Seyðisfjarðarskóli.
Copy of Copy of Copy of Frá List í ljósi
List í ljósi Seyðisfirði 2019.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik