ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Líf og fjör á Tæknidegi fjölskyldunnar

RARIK tók þátt í Tæknidegi fjölskyldunnar sem Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað og Austurbrú stóðu fyrir 5. október sl.

Tæknidagurinn var nú haldinn í sjöunda sinn, en markmiðið með honum er að vekja athygli á mikilvægi tækni, vísinda og iðnaðar fyrir atvinnulíf og samfélag á Austurlandi, sem og náms- og atvinnutækifærum. Tæknidagurinn er til þess fallinn að auka tengsl milli atvinnulífs og skóla og að vekja athygli á því sem er að gerast í nýsköpun og frumkvöðlastarfi á Austurlandi.


Verkmenntaskólinn var opinn öllum til skoðunar og var ýmislegt í gangi frá nemendum og kennurum, sérstaklega í verk-, tækni- og náttúrufræðigreinum. Að sögn aðstandenda voru gestir 1.300 talsins í fyrra og hefur þeim fjölgað á hverju ári.


RARIK var einn af mörgum þátttakendum á Tæknideginum þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og fyrirspurnum gesta svarað af kostgæfni. Á kynningarbásnum var ýmis tæknilegur búnaður vinnuflokka RARIK til sýnis og á tölvuskjám var flókið rafdreifikerfi fyrirtækisins kynnt fyrir gestum sem er það umfangsmesta á Íslandi.

 

Það er von okkar að jafnt unga fólkið sem og það eldra hafi haft gaman af og sé nú betur upplýst um starfsemi RARIK.

RARIK á Tæknidegi á fjölskyldunnar
RARIK á Tæknidegi á fjölskyldunnar
RARIK á Tæknidegi á fjölskyldunnar
RARIK á Tæknidegi á fjölskyldunnar

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik