Rarik
Leit
Leit

Kátir krakkar hjá RARIK á öskudaginn

Það var gestkvæmt hjá RARIK á öskudaginn þegar börn komu í heimsóknir á starfsstöðvar víða um land og sungu eða höfðu í frammi önnur gamanmál starfsmönnum RARIK til ómældrar ánægju. Að launum fengu þau sætindi og þakklæti starfsmanna sem finnst alltaf jafngaman að fá káta krakka í heimsókn á öskudaginn. Börnin létu vont veður ekki aftra sér og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum höfðu mörg þeirra undirbúið sig vel, málað sig og farið í búninga sem hæfðu tilefninu. Þarna mátti meðal annars greina alls konar álfa, ofurhetjur og aðrar furðuverur sem áttu það sameiginlegt að skemmta sér vel og safna sælgæti í poka.

Frá starfsstöð RARIK á Hvolsvelli
Frá starfsstöð RARIK á Hvolsvelli.
Frá starfsstöð RARIK á Sauðárkróki
Hér eru kátir krakkar í faðmi Helgu okkar sem starfar í vinnuflokki RARIK á Sauðárkróki.
Fyrsti krakkahópurinn sem mætti á starfsstöð RARIK á Akureyri
Fyrsti krakkahópurinn sem mætti á starfsstöð RARIK á Akureyri.
Frá starfsstöð RARIK á Egilsstöðum.
Frá starfsstöð RARIK á Egilsstöðum.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik