ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Jarðstrengur og ný aðveitustöð auka raforkuöryggi í Breiðdal

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir á vegum RARIK sem munu bæta verulega afhendingaröryggi rafmagns í Breiðdal, Breiðdalsvík og næsta nágrenni.

Verið er að leggja nýjan 33 kV jarðstreng á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur sem mun leysa af hólmi núverandi loftlínu um Fossdalsskarð auk nokkurra loftlína í nágrenni Breiðdalsvíkur. Um leið verður aðveitustöð á Ormsstöðum í Breiðdal tekin úr notkun og ný aðveitustöð tekin í notkun nær þorpinu í Breiðdalsvík. Lokið verður við að plægja niður jarðstrenginn á næstu vikum en vinna við það hófst í mars. Bygging aðveitustöðvarinnar hófst í byrjun apríl og lýkur uppsteypu hennar í sumar og tekur þá við vinna við uppsetningu rafbúnaðar, frágang utanhúss og utan um nýjan spenni. Miðað er við að tengingu við nýja aðveitustöð ljúki í byrjun næsta árs.


Alls er jarðstrengurinn sem nú er verið að plægja niður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur 14,6 km að lengd og að þessu verki loknu verður 33 kV dreifikerfi RARIK frá flutningskerfi Landsnets á Fáskrúðsfirði að Breiðdalsvík að mestu komið í jarðstreng.

Teikning að lagnaleið í Breiðdal
Lagnaleið jarðstrengs í Breiðdal og staðsetningu nýrrar aðveitustöðvar.
Horft yfir Stöðvarfjörð
Ef horft er yfir Stöðvarfjörð má sjá lagnaleið þar sem jarðstrengur er plægður utan í Mosfell og yfir Hvalnesháls.
Loftlínan um Fossaskarð verður aflögð
Loftlínan um Fossdalsskarð verður aflögð

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik