Rarik
Leit
Leit

Jarðstrengur inn á hálendið í samvinnu við Neyðarlínuna

RARIK hefur frá stofnun fyrirtækisins haft það hlutverk að rafvæða dreifbýli landsins og þannig tekið virkan þátt í að tryggja góð skilyrði til búsetu. Aukinn ferðamannastraumur hefur komið með nýjar áskoranir og áhugaverð verkefni inn í fyrirtækið og stækkað það svæði þar sem þörf er fyrir rafmagn. RARIK fékk nýlega það verkefni að leggja háspennustreng inn á hálendið, frá Brúarhvammi við Tungufljót að Geldingarfelli á Bláfellshálsi. Verkefni þetta var unnið í samvinnu við Neyðarlínuna sem þurfti rafmagn í fjarskiptahús sitt við Illagil. Þetta opnar möguleikann á rafvæðingu hjá öðrum aðilum á svæðinu og eigum við von á áframhaldandi þróun hvað þetta varðar. Nokkur seinkun var á afhendingu efnis í verkið, en það náðist að ljúka því og setja rafmagn á um sama leiti og vetur konungur gerði innreið sína með fullum þunga.

Kort af legu jarðstrengsins frá Brúarhvammi að Bláfellsási
Lagður var háspennustreng inn á hálendið, frá Brúarhvammi við Tungufljót að Geldingarfelli á Bláfellshálsi.
Gamli Kjalvegurinn við Bláfellsás
Horft eftir gamla Kjalveginum þar sem jarðstrengur var lagður í 610 m hæð.
Spennistöð í Illagili við Bláfell
Spennistöð í ríki veturs konungs í Illagili við Bláfell.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik