ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ísing olli sliti á loftlínu í Fáskrúðsfirði

Snemma að morgni sunnudagsins 17. febrúar sl. varð mikil ísing á Beruneslínu í Fáskrúðsfirði, frá þorpinu og út með firðinum að norðanverðu út í Kolfreyjustað, með þeim afleiðingum að loftlínan slitnaði á tveimur stöðum og tveir staurar brotnuðu.

Vinnuflokkur RARIK á Austurlandi fór strax á staðinn og beindi kröftum sínum í viðgerðina sem gekk mjög vel en var tímafrek þar sem hreinsa þurfti talsverða ísingu af vírum og loftlínunni sem stóð uppi. Landsnet kom til aðstoðar með sérútbúin tæki og mannskap sem flýtti verulega fyrir. Um 10 notendur urðu rafmagnslausir í u.þ.b. 12 klukkustundir á meðan viðgerð stóð yfir.

 

Endurnýjun loftlínudreifikerfisins með jarðstrengjum er langstærsta verkefni RARIK. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú eru um 60% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035 og öll býli í ábúð verði tengd með þriggja með fasa jarðstrengjum eftir um 10 ár.

Viðgerð á Beruneslínu
Vinnuflokkur RARIK ásamt mannskap frá Landsneti með efni og tæki á viðgerðarstað.
Viðgerð á Beruneslínu
Ísingin hlóðst utan um loftlínuna með þeim afleiðingum að hún slitnaði á tveimur stöðum.
Viðgerð á Beruneslínu
Þungi ísingar reynir á burðarþol línu og staura.
Viðgerð á Beruneslínu
Skipta þurfti um tvo staura sem brotnuðu.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik