Rarik
Leit
Leit

Helstu verkefni við endurnýjun loftlínukerfis RARIK 2017

Helstu jarðstrenglagnir vegna endurnýjunar loftlínukerfisins á veitusvæðum RARIK fyrir árið 2017, voru boðin út í lokuðu útboði þann 6. mars sl. og verða opnuð þann 27. mars. Útboðin byggðu á forvali frá því í mars 2016 og gilti fyrir árin 2016 og 2017.

Þessi verkefnin eru skipt eftir landshlutum:

 

Vesturland:

 • 13,5 km háspennustrenglögn í Reykholtsdal frá Reykholti að Hofsstöðum og frá Kjarvalsstöðum að Rauðsgili.
 • 11,5 km háspennustrenglögn frá Gröf að Hellnum í Snæfellsbæ.
 • 3,5 km háspennustrenglögn frá Hvoli að Staðarhóli í Saurbæ.

 

Norðurland:

 • 15 km háspennustrenglögn frá Laxárvatni að Laxá á Refasveit.
 • 11 km háspennustrenglögn í Deildardal og Unadal í Skagafirði.
 • 15 km háspennustrenglögn í Svarfaðardal frá Ytra-Hvarfi að Melum og frá Klaufabrekku að Atlastöðum.
 • 7 km háspennustrenglögn í Eyjafirði frá Sandhólum að Miklagarði.

 

Austurland:

 • 8 km háspennustrenglögn í Fljótsdalshéraði frá Fellabæ að Hreiðarsstöðum.
 • 3 km háspennustrenglögn í Fjarðarbyggð frá Högnastöðum að skíðasvæði í Oddsskarði.

 

Suðurland:

 • 19 km háspennustrenglögn í Biskupstungum frá Einholti að Brattholti.
 • 11 km háspennustrenglögn í Hrunamannahreppi frá Flúðum að Hrepphólum.

Sveitarfélögum og fjarskiptafélögum sem áhuga hafa verður boðið að leggja með þessum hápennustrenglögnum, ljósleiðararör eða ljósleiðara á kostnaðarverði.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik