ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Haustblíðan nýtt til að undirbúa veturinn

Í sumar hefur verið haldið áfram að endurnýja loftlínukerfi RARIK með nýjum þriggja fasa jarðstrengjum. Með þessu eykst afhendingaröryggi raforku en dreifikerfið hefur iðulega orðið fyrir miklum skemmdum í óveðrum með tilheyrandi raforkutruflunum hjá notendum.

Allt stefnir í að um 250 kílómetrar af jarðlínum verði lagðir í jörðu á vegum RARIK í ár en þar af eru rúmlega 100 kílómetrar á Norðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu á dreifikerfinu í óveðrinu í desember í fyrra. Þá brotnuðu 150 staurar á Norðurlandi og meira en 20 línur slitnuðu. Sérstöku fjármagni var veitt til að flýta framkvæmdum á svæðum sem urðu illa úti í þessum veðrum og voru lagðir um 84 kílómetrar af jarðstrengjum vegna þeirra. Alls nemur kostnaður vegna strenglagna á Norðurlandi í ár um 1.600 milljónum króna en þar af eru um 600 milljónir króna vegna flýtiframkvæmda.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í veðurblíðunni í haust af starfsmönnum RARIK við strenglagnir á svæðum sem urðu illa úti í óveðrum síðasta vetrar. Annars vegar er mynd úr Hörgárdal þar sem 10 kílómetra strengur var plægður niður um Hörgárdal í Garðshorn og hins vegar mynd af vinnu við 10 kílómetra streng í yfir í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði en með honum er komin varaleið til Grenivíkur. Þess er vænst að með þessum framkvæmdum hafi geta dreifikerfis RARIK á Norðurlandi til að mæta óveðrum framtíðarinnar aukist til muna.

Jarðstrengur plægður um Hörgárdal í Garðshorn.
Jarðstrengur plægður um Hörgárdal í Garðshorn.
Vinna við jarðstreng í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.
Vinna við jarðstreng í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.
Vinna við jarðstreng í Eyjafirði.
Vinna við jarðstreng Eyjafirði en með honum er komin varaleið til Grenivíkur.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar