ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Fyrsta áfanga lokið í þrífösun rafmagns á Mýrum

Á miðvikudaginn 15. maí sl. lauk plægingu 12 km jarðstrengs ásamt ljósleiðararöri að bæjunum Leirulæk, Leirulækjarseli og Lambastöðum.

Um er að ræða fyrsta áfanga í sérstöku átaki til að flýta þrífösun rafmagns að kúabúum á Mýrum samkvæmt niðurstöðu starfshóps sem skipaður var fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Samgöngu og sveitstjórnarráðuneytis, Búnaðarfélags Mýrarmanna og Borgarbyggðar auk RARIK.

 

Fulltrúar Borgarbyggðar og Búnaðarfélags Mýramanna voru viðstaddir þegar síðustu metrarnir voru plægðir að Lambastöðum.

 

Samkvæmt langtímaáætlun RARIK er almennt ekki gert ráð fyrir að endurnýja línur á þessu svæði með þriggja fasa jarðstrengjum fyrr en eftir 2025.

 

Þegar starfshópurinn lauk störfum í apríl síðastliðnum, lá fyrir að flýtt yrði lagningu 57 km af háspennujarðstrengjum og jafnframt að framkvæmdin myndi skiptast á þrjú ár þannig að árið 2019 yrðu lagðir 12 km, 21 km árið 2021 og 26 km árið 2022. Til að fjármagna flýtinguna greiðir ríkissjóður sérstakt flýtigjald vegna verkefnisins.

 

Í lok næstu viku er gert ráð fyrir að taka strenginn í notkun, þegar lokið hefur verið við uppsetningu spennustöðva. Rafmagn verður tekið tímabundið af svæðinu á meðan unnið verður að tengingu strengsins inn á þriggja fasa kerfið við Smiðjuhól.

Síðustu metrarnir plægðir að Lambastöðum
Síðustu metrarnir plægðir að Lambastöðum.
Lilja klippir jarðstrenginn
Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar klippti á jarðstrenginn þegar búið var að plægja hann á leiðarenda.
Fulltrúar á vettvangi við Lambastaði
Frá vinstri: Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar, Lilja Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, Pétur E. Þórðarson aðstoðarforstjóri RARIK og Sigurður Óli Ólason bóndi á Lambastöðum.
Plægingarfar háspennustrengs í átt að bænum Leirulæk
Plægingarfar háspennustrengs í átt að bænum Leirulæk.
Spennustöð sett niður við Leirulæk
Spennustöð sett niður við Leirulæk.
Plægingarvinna milli Leirulæks og Leirulækjarsels
Plægingarvinna milli Leirulæks og Leirulækjarsels.
Jarðstrengir tengdir saman með háspennumúffu
Jarðstrengir tengdir saman með háspennumúffu.
Háspennustrengur og ljósleiðari plægðir í jörð
Háspennustrengur og ljósleiðari plægðir í jörð.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik