ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19

Í ljósi þess að RARIK telst til samfélagslega mikilvægra innviða sem nær öll starfsemi og heimili í landinu reiða sig á, hefur verið ákveðið að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana vegna COVID-19. Þessar ráðstafanir miða að því að tryggja áframhaldandi starfsemi RARIK.

Eðlilegt er að fyrirtækið geri enn ríkari kröfur til sín og starfsmanna sinna nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna í landinu. Því hefur verið ákveðið að grípa til aðgerða til að draga sem mest úr líkum á því að starfsmenn smitist, eða jafnvel að heilu starfsstöðvarnar verði settar í sóttkví. Mikilvægt er að sem minnst röskun verði á starfsemi fyrirtækisins. Rétt er að hafa í huga að ástandið er síbreytilegt og því er áríðandi að fylgjast vel með og munum við endurmeta og breyta áherslum okkar eftir þörfum.

 

Í stjórnkerfi RARIK eru viðbrögð við sjúkdómsfaraldri skilgreind og sett í ferli sem tekur mið af ráðleggingum embættis landlæknis. Ferlið miðar að því að tryggja þjónustu í lykilstarfsemi RARIK og felst meðal annars í öflugri upplýsingagjöf til starfsfólks, aðgerðum sem lágmarka smithættu og leiðbeiningum um hvernig bregðast skuli við veikindum starfsmanna. Neyðarstjórn RARIK fundar reglulega þessa dagana til að fara yfir stöðuna og endurmeta ástandið.

 

Aðgerðir RARIK felast meðal annars í að vinnustöðum verður skipt upp eins og kostur er, þannig að u.þ.b. helmingur þeirra sem vinna skrifstofustörf og getur unnið heima geri það aðra hverja viku, en hinn helmingur starfsmanna hina vikuna. Einnig verður vinnuflokkum skipt upp þannig að aðskilnaði verði haldið eins miklum og kostur er. Þessi ráðstöfun mun taka gildi eigi síðar en næsta mánudag.

Þeir starfsmenn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, eða eru útsettir fyrir áhrifum af þessari veiru skv. landlækni eru beðnir um að vinna heima eins og kostur er, í samráði við sína yfirmenn.

 

Við leggjum áherslu á að fækka stórum fundum og samkomum. Jafnframt hættum við ferðalögum á milli starfsstöðva, nema mjög brýna nauðsyn beri til. Við notumst við fjarfundarbúnað á meðan þetta ástand varir. Ferðir til útlanda á vegum RARIK verða ekki farnar þar til annað verður ákveðið. Ýmsum stærri fundum og samkomum á vegum RARIK hefur verið frestað, þ.m.t. árshátíð fyrirtækisins sem átti að halda í byrjun apríl.

 

Á meðan þetta ástand varir beinum við því til viðskiptavina og gesta að koma ekki á starfsstöðvar RARIK nema brýna nauðsyn beri til. Þeim sem þurfa að hafa samband er bent á að hringja í síma 528 9000 og viðskiptavinir eru hvattir til að sækja þjónustu í gegnum vef RARIK, www.rarik.is.

 

Þeim tilmælum hefur verið beint til starfsmanna að gæta sérstaklega vel að hreinlæti, m.a. með reglulegum handþvotti og notkun sótthreinsivökva.

 

RARIK hvetur viðskiptavini til að fylgja fyrirmælum landlæknis sem finna má á vefsíðu embættisins, landlaeknir.is.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik