Fellivalmynd
Rarik
Leit
Leit

RARIK hættir rekstri fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður

Nú er komin upp sú staða hjá fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði að RARIK telur óhjákvæmilegt annað en að hætta rekstri hennar innan tveggja ára. Meginástæður fyrir þessari niðurstöður eru:

  • Óvissa er um framboð á ótryggðri raforku sem fjarvarmaveita RARIK á Seyðisfirði hefur byggt á frá upphafi og allar líkur á að verð á henni fari hækkandi. Því er upprunalegur rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna af þessu tagi brostinn, nema með verulegri hækkun á orkuverði sem væri ósamkeppnishæft við aðra húshitunarkosti.
  • Um árabil hefur staðið yfir leit að jarðhita á Seyðisfirði, m.a. til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er komin upp, en sú leit hefur reynst árangurslaus og má telja fullreynt að jarðhiti finnist sem nýta megi fyrir hitaveitu.
  • Dreifikerfi veitunnar er víða orðið illa farið af tæringu þannig að ekki er grundvöllur til að reka það í mörg ár enn, án allsherjar endurnýjunar. RARIK telur hins vegar engar forsendur til að ráðast í kostnaðarsama endurnýjun dreifikerfisins á Seyðisfirði við núverandi aðstæður.

RARIK mun í samvinnu við bæjarstjórn Seyðisfjarðar og Orkustofnun halda kynningarfund á Seyðisfirði fimmtudaginn 12. október 2017 þar sem farið verður yfir stöðu málsins og eru íbúar hvattir til að mæta.

 

RARIK hefur í samstarfi við Orkustofnun unnið að því að finna heppilega lausn á framtíðarskipulagi húshitunar í Seyðisfirði. Niðurstaða þeirrar skoðunar er sú að það séu einkum tveir kostir í stöðunni:

  • Bein rafhitun með hitatúpum.
  • Upphitun með varmadælum.

Þessir kostir verða kynntir á fundinum, farið yfir kostnaðarsamanburð milli valkosta og samanburð við núverandi stöðu. Rétt er að taka fram að styrkir til heimila fást hjá Orkustofnun við að skipta yfir í varmadælur.

 

RARIK mun taka þátt í kostnaði sem íbúar á Seyðisfirði verða fyrir vegna fyrirsjáanlegra breytinga og verður kostnaðarþátttaka RARIK um 5-700 þúsund, metin með hliðsjón af meðalnotkun viðkomandi sl. 5 ár.

 

Æskilegt er að húseigendur bíði með breytingar á húshitun sinni þar til eftir fundinn í haust. Þeir sem vilja aftengja hús sín frá kyndistöðinni strax eru hins vegar hvattir til að hafa samband við RARIK og Orkustofnun til að fá upplýsingar um þær lausnir og þá styrki sem í boði eru og hvernig standa skuli að aftengingu.

 

Nánari upplýsingar veitir Haukur Ásgeirsson deildarstjóri hitaveitna RARIK í síma 528 9510.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik