Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Gamlar aðferðir í línuviðgerð í Hvalfirði

Í vikunni voru tveir nýir staurar reistir í raflínu sem liggur í fjallinu Þyrli í Hvalfirði. Þetta væri að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að „stauravinna“ eins og þessi er óðum að hverfa úr starfsemi RARIK því í dag fer nánast öll endurnýjun dreifikerfisins fram með jarðstrengjum og er stefnt að að allt dreifikerfið verði komið í jörð um 2035.

Stauravinna í fjallinu Þyrli í Hvalfirði.
Stauravinna í fjallinu Þyrli í Hvalfirði.

Umræddir staurar brotnuðu í miklum sviptivindum síðasta vetur og fór þá fram bráðabirgðaviðgerð. Ákveðið var að skipta staurunum út fyrir veturinn sem nú fer í hönd, enda viðbúið að þeir myndu ekki þola annan vetur. Þar sem ekki var hægt að komast að með nein ökutæki á viðgerðarstað í Þyrlinum þurfti að beita handafli og eldri aðferðum sem voru algengar í línuvinnu fram undir árið 1970. Blökk var fest við stein á viðgerðastaðnum uppi í hlíðinni og kaðall þræddur í gegnum hana. Dráttarvél sem stóð fyrir neðan á jafnsléttu var síðan notuð til að draga staurana upp í hlíðina.


Handgrafa þurfti fyrir staurunum sem reistir voru upp með handgálga. Notuð var svokölluð „vippa“ til að koma vírnum aftur upp á slána. Vippa er tæki sem þróað var af starfsmönnum RARIK á Vesturlandi í kringum 1980 og var notað þegar rafmagnsvírar voru of þungir til að hægt væri að koma þeim fyrir með handafli. Allt gekk þetta vel að lokum enda viðgerðarflokkar RARIK ýmsu vanir og straumur aftur kominn á línuna.

Engin tæki komust á viðgerðarstað í Þyrlinum
Engin tæki komust á viðgerðarstað í Þyrlinum.
Staur færður til með handafli
Staur færður til með handafli.
Staur færður til með handafli
Staur færður til með handafli.
Staur færður til með handafli
Staur færður til með handafli.
Mikil átök þurfti til að koma staurnum fyrir
Mikil átök þurfti til að koma staurnum fyrir.
Holan undirbúin
Holan undirbúin.
Staurnum komið fyrir í holunni
Staurnum komið fyrir í holunni.
Staurinn reistur upp með handgálga
Staurinn reistur upp með handgálga.
Staurinn réttur af
Staurinn réttur af.
Stauraklifur undirbúið
Stauraklifur undirbúið.
Þungur rafmagnsvírinn togaður upp
Þungur rafmagnsvírinn togaður upp.
Notuð er svokölluð „vippa“ til að koma vírnum upp á slánna
Notuð er svokölluð „vippa“ til að koma vírnum upp á slánna.
Verkstaður vinnuflokksins uppi á Þyrlinum
Verkstaður vinnuflokksins uppi á Þyrlinum.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik