Forsíða

Um RARIK  |   Veftré  |  Fyrirspurnir  |  Vefpóstur starfsmanna


English version
Heimili Fyrirtæki Fréttir Viðskiptavefur

Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku 2016


8 mar. 2017 09:00

Tekinn hefur verið saman meðalkostnaður fyrir flutning og dreifingu á raforku á árinu 2016, eftir notkunarflokkum, annars vegar í dreifbýli og hins vegar í þéttbýli.

 

Dreifbýli

Sumarbústaðir greiddu hæsta verðið í dreifbýli, bæði fyrir og eftir dreifbýlisframlag ríkisins, en garðyrkjulýsing greiddi lægsta verð, bæði fyrir og eftir niðurgreiðslur og dreifbýlisframlag ríkisins. Á árinu 2016 greiddu sumarbústaðaeigendur 11 krónur fyrir hverja kílówattstund fyrir flutning og dreifingu á rafmagni eftir að tekið hafði verið tillit til 2ja króna dreifbýlisframlags af fjárlögum. Garðyrkjubændur greiddu hins vegar innan við 1 krónu á hverja kílówattstund eftir 2ja króna dreifbýlisframlag af fjárlögum og um 5 krónur í niðurgreiðslur frá ríkinu. Að jafnaði borguðu heimilin í dreifbýlinu tæpar 6 krónur fyrir flutning og dreifingu rafmagns á hverja kílówattstund eftir að hafa fengið 2ja króna dreifbýlisframlag og milli 3ja og 4 króna niðurgreiðslur frá ríkinu. Í landbúnaði voru greiddar 5 krónur fyrir hverja kílówattstund eftir að tekið hafði verið tillit til 2ja króna dreifbýlisframlags og um 3ja króna niðurgreiðslna á hverja kílówattstund.Þéttbýli

Í þéttbýli var hæsta verðið til heimila, en að teknu tilliti til niðurgreiðslna ríkisins greiddu heimilin lægra verð en aðrir notkunarflokkar, að undanskyldri garðyrkjulýsingu. Heimilin í þéttbýli greiddu tæpar 5 krónur fyrir flutning og dreifingu raforku að teknu tilliti til um 2ja króna niðurgreiðslna ríkisins, á meðan veitur, þjónusta og iðnaður greiddu um 6 krónur og garðyrkjulýsing innan við krónu að teknu tilliti til rúmlega 5 króna niðurgreiðslna ríkisins.
Skil á sjálfsálestri
Allar gildandi verðskrár RARIK
Eyðublöð
Fjölmiðlaver
Smelltu hér ef þú vilt kvarta undan ófullnægjandi spennugæðum eða tilkynna tjón
RARIK Orkuþróun
Tengt efni


Samdráttur var í orkudreifingu á veitusvæði RARIK á milli áranna 2015 og 2016 sem nemur 5%. Dreifing raforku minnkaði í þéttbýli, einkum vegna minni ótryggðrar orku, en aukning var á dreifingu raforku í dreifbýli.
Fara á forsíðu

RARIK
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
  Skiptiborð:
Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT allan sólarhringinn
Vesturland: 528 9390
Norðurland: 528 9690
Austurland: 528 9790
Suðurland: 528 9890