ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Frækileg frammistaða í fagkeppni Samorku

Keppnislið frá RARIK bar sigur úr býtum í keppni á fagþingi Samorku nú í vikunni þar sem það atti kappi við átta önnur fjögurra manna lið frá orku- og veitufyrirtækjunum HS veitum, Landsneti, Norðurorku, Orku náttúrunnar, Orkubúi Vestfjarða og Veitum.

Keppnin var spennandi og skemmtileg þar sem leysa þurfti sex þrautir, þar af fjórar sem veitufyrirtækin þekkja vel úr starfsemi sinni. Lið RARIK var skipað þeim Helgu Sigurbjörnsdóttur og Þórarni Þórðarsyni úr vinnuflokki RARIK á Sauðárkróki, Benedikt Mána Finnssyni úr vinnuflokki í Búðardal og Elvari Má Eggertssyni mælaumsjónarmanni í Stykkishólmi.


Helgu Sigurbjörnsdóttur liðsstjóra RARIK liðsins, þótti það furðuleg tilfinning að leysa ósköp venjuleg verkefni úr sínu starfi nema að þessu sinni undir hvatningarorðum áhorfenda og undir tímapressu. Sagði hún jafnframt að passað hefði verið upp á að skipa mælaumsjónarmann í liðið til að tryggja að uppsetningin á mælinum yrði lögleg. Hópurinn fylgdi að sjálfsögðu öllum öryggiskröfum á meðan á keppninni stóð eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum þakkaði Helga hæfileika Benedikts í stígvélakastinu sem hefðu í raun gert út um afar jafna keppni efstu liðanna.


Keppnisgreinar fagkeppninnar voru mælaskipti, samtenging heimtaugar með lágspennumúffu, læsa-merkja-prófa, uppsetning búnaðar í götuskáp, boltaleikur og stígvélakast.


Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku sagði keppnina hafa verið krefjandi þar sem öll lið sýndu fagmennsku og dugnað. Hann jafnframt óskaði RARIK til hamingju og sagði keppnislið RARIK eiga hrós skilið fyrir fagleg vinnubrögð, útsjónarsemi og frábæra liðsheild enda hafi þau endað sem sigurvegarar Fagkeppni Samorku 2019.

Mynd frá fagkeppni Samorku
Keppnislið RARIK að vinna í götuskáp.
Keppnislið RARIK í fagkeppni Samorku
Mælaskipti í fullum gangi.
Keppnislið RARIK í fagkeppni Samorku
Unnið að samsetningu hringskauts við götuskáp.
Vinna við lágspennumúffu
Síðasti hólkurinn herptur utan yfir tengingarnar.
Stígvélakast í fagkeppni Samorku
Benedikt Máni Finnsson úr vinnuflokki RARIK í Búðardal gerði út um sigurinn með frækilegu stígvélakasti.
Keppnislið og skipuleggjendur
Frá hægri talið eru þeir Michael Gluszuk verkstjóri vinnuflokks í Ólafsvík og Brynjar Svansson verkstjóri vinnuflokks á Hvolsvelli sem standa við hlið keppnisliðs RARIK. Komu þeir að undirbúningi og skipulagi keppninnar og voru aðstoðardómarar á meðan keppninni stóð.
Fulltrúar Samorku
Frá vinstri: Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku og Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku afhentu verðlaunapeninga og bikar.
Fagkeppnismeistarar 2019
Keppnislið RARIK hampar bikarnum. Frá vinstri: Elvar Már Eggertsson mælaumsjónarmaður Stykkishólmi, Helga Sigurbjörnsdóttir og Þórarinn Þórðarson vinnuflokki Sauðárkróki og Benedikt Máni Finnsson vinnuflokki Búðardal.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar