ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku 2019

Tekinn hefur verið saman meðalkostnaður fyrir flutning og dreifingu á raforku á árinu 2019, eftir notkunarflokkum, annars vegar í dreifbýli og hins vegar í þéttbýli.

Dreifbýli

Sumarbústaðir greiddu hæsta verðið í dreifbýli, bæði fyrir og eftir dreifbýlisframlag ríkisins, en garðyrkjulýsing greiddi lægsta verð, bæði fyrir og eftir niðurgreiðslur og dreifbýlisframlag ríkisins. Á árinu 2019 greiddu sumarbústaðaeigendur um tólf og hálfa krónu fyrir hverja kílówattstund fyrir flutning og dreifingu á rafmagni, eftir að tekið hafði verið tillit til tveggja króna dreifbýlisframlags af fjárlögum. Garðyrkjubændur greiddu hins vegar rúmlega eina krónu á hverja kílówattstund eftir tveggja króna dreifbýlisframlags af fjárlögum og fjögurra og hálfrar krónu í niðurgreiðslna frá ríkinu. Að jafnaði borguðu heimilin í dreifbýli tæpa sex og hálfa krónu fyrir flutning og dreifingu rafmagns á hverja kílówattstund eftir að hafa fengið tveggja króna dreifbýlisframlag og um fjögurra króna niðurgreiðslur frá ríkinu. Í landbúnaði voru greiddar um sex krónur fyrir hverja kílówattstund eftir að tekið hafði verið tillit til tveggja króna dreifbýlisframlags og ríflega þriggja króna niðurgreiðslna á hverja kílówattstund.

Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku í dreifbýli 2019

Þéttbýli

Í þéttbýli var hæsta verðið til heimila, en að teknu tilliti til niðurgreiðslna ríkisins greiddu heimilin lægra verð en aðrir notkunarflokkar, að undanskyldri garðyrkjulýsingu. Heimilin í þéttbýli greiddu tæpar fimm krónur fyrir flutning og dreifingu raforku að teknu tilliti til rúmlega tveggja og hálfrar krónu niðurgreiðslna ríkisins, á meðan veitur, þjónusta og iðnaður greiddu milli fimm til sex og hálfrar krónu og garðyrkjulýsing rúmlega eina krónu að teknu tilliti til milli þriggja og fjögurra króna niðurgreiðslna ríkisins.

Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku í þéttbýli 2019

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik