ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku 2018

Tekinn hefur verið saman meðalkostnaður fyrir flutning og dreifingu á raforku eftir notkunarflokkum hjá viðskiptavinum RARIK á árinu 2018, annars vegar í dreifbýli og hins vegar í þéttbýli.

Dreifbýli

 

Sumarbústaðir greiddu hæsta verðið í dreifbýli, bæði fyrir og eftir dreifbýlisframlag ríkisins, en garðyrkjulýsing greiddi lægsta verð, bæði fyrir og eftir niðurgreiðslur og dreifbýlisframlag ríkisins. Á árinu 2018 greiddu sumarbústaðaeigendur um rúmar tólf krónur fyrir hverja kílówattstund fyrir flutning og dreifingu á rafmagni, eftir að tekið hafði verið tillit til innan við tveggja króna dreifbýlisframlags af fjárlögum. Garðyrkjubændur greiddu hins vegar ríflega eina og hálfa krónu á hverja kílówattstund eftir innan við tveggja króna dreifbýlisframlag af fjárlögum og rúmar fimm krónur í niðurgreiðslur frá ríkinu. Að jafnaði borguðu heimili í dreifbýlinu tæpar sex krónur fyrir flutning og dreifingu rafmagns á hverja kílówattstund eftir að hafa fengið innan við tveggja króna dreifbýlisframlag og rúmar fjórar krónur í niðurgreiðslur frá ríkinu. Í landbúnaði var greidd rúm fimm og hálf króna fyrir hverja kílówattstund eftir að tekið hafði verið tillit til innan við tveggja króna dreifbýlisframlags og ríflega þriggja króna niðurgreiðslna á hverja kílówattstund.

Tekjur í dreifbýli

Þéttbýli

 

Í þéttbýli var hæsta verðið til heimila, en að teknu tilliti til niðurgreiðslna ríkisins greiddu heimilin lægra verð en aðrir notkunarflokkar, að undanskyldri garðyrkjulýsingu. Heimilin í þéttbýli greiddu tæpar fjórar og hálfa krónu fyrir flutning og dreifingu raforku að teknu tilliti til rúmlega tveggja og hálfrar krónu niðurgreiðslu ríkisins, á meðan veitur, þjónusta og iðnaður greiddu milli fimm til sex krónur og garðyrkjulýsing eina og hálfa krónu að teknu tilliti til milli tveggja og þriggja króna niðurgreiðslna ríkisins.

Mynd af tekjum í þéttbýli

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar