ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Fjárfestingar RARIK á árinu 2021

Áætlaðar fjárfestingar RARIK á árinu 2021 eru um 5.908 m.kr. samkvæmt fjárfestingaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins þann 26. nóvember síðastliðinn. Þar af verður fjárfest fyrir um 4.679 m.kr. í dreifikerfum raforku, í hitaveitum fyrir 478 m.kr. og í sameiginlegum verkefnum fyrir 751 m.kr.

Þetta er lítilsháttar aukning fráupphaflegri áætlun fyrir árið 2020, sem hljóðaði upp á 5.829 m.kr., en sú áætlun var endurskoðuð og aukið við framkvæmdir í kjölfar óveðurs í desember 2019 og tjóna í ársbyrjun 2020, m.a. með aðkomu stjórnvalda, þannig að áætlunin var hækkuð í 6.999 m.kr.

Til framkvæmda í aðveitustöðvum á að verja 1.049 m.kr. á árinu 2021, en þar eru stærstu verkefnin nýjar aðveitustöðvar í stað eldri stöðva á Skagaströnd, Kópaskeri og í Lindarbrekku. Skipt verður um rofa í stöðvunum í Hveragerði, Dalvík og á Stuðlum í Reyðarfirði, auk þess sem unnið verður að lokafrágangi stöðvanna á Hnappavöllum í Öræfum, Sauðárkróki og Stöð í Stöðvarfirði.


Jarðstrengir í stað loftlína

Áformað er að verja 2.352 m.kr. til endurnýjunar og aukningar á dreifikerfum til sveita með jarðstrengslögnum og jarðspennistöðvum og til dreifikerfis í þéttbýli verður varið 580 m.kr.

Lokið verður við 33 kV jarðstrenglögn til Raufarhafnar og elsti hluti línunnar milli Skeiðsfoss og Siglufjarðar verður lagður í jarðstreng svo og síðasti hluti 33 kV lagnar frá Dalvík að Árskógi. Alls verða því lagðir um 22 km af 33 kV jarðstreng í ár í stað loftlína.


Á síðasta ári var byrjað að setja upp fjargæslukerfi sem hefur verið í undirbúningi um nokkurn tíma. Reiknað er með að 212 miljónum verði varið til þess verkefnis á þessu ári, en verklok eru áætluð á árinu 2023.


Í ár verður haldið áfram vinnu við hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði en í desember síðastliðnum var nýja hitaveitan tekin í notkun hjá þeim viðskiptavinum sem tengdust rafhitaveitunni á Höfn. Áformað er að þeir notendur sem ætla að tengjast hitaveitunni í dreifbýlinu í Nesjum verða tengdir um leið og framkvæmdir hefjast við stækkum dreifikerfisins á Höfn. Um fjórðungur húsa á Höfn var ótengdur rafhitaveitunni, en mun með stækkun dreifikerfisins geta tengst nýju hitaveitunni síðar á árinu.

Fjárfestingar RARIK á árinu 2021 í kökuriti

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik