Rarik
Leit
Leit

Fjárfestingar RARIK á árinu 2018

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar RARIK á árinu 2018 verði um 5.000 milljónir. Þar af eru 1.150 milljónir áætlaðar til að mæta óskum nýrra viðskiptavina um tengingar.

Jarðstrengslögn í Eyjafirði í fyrrasumar
Jarðstrengslögn í Eyjafirði í fyrrasumar

Áætlaðar fjárfestingar í stofnlínum, aðveitustöðvum og varavélum á árinu 2018 eru um 1.520 milljónir, m.a. í endurnýjun aðveitustöðva í Ólafsvík, Sauðárkróki, Breiðdalsvík og Flúðum, ásamt nýrri aðveitustöð í landi Hnappavalla í Öræfum.

 

Áætlað er að verja um 1.820 milljónum í framkvæmdir við dreifikerfi RARIK í dreifbýli, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að endurnýja með jarðstrengjum samtals 186 km af 11 og 19 kV loftlínum og rúmlega 20 km af 33 kV línum. Þá er áætlað að verja um 440 milljónum til endurbóta og viðbóta í dreifikerfi í þéttbýli.

 

Til hitaveituframkvæmda er áætlað að verja um 560 milljónum. Helsta framkvæmdin verður við áframhaldandi borun eftir vatni við Hoffell til að afla vatns fyrir hitaveitu á Höfn í Hornafirði, lagningu dreifikerfis í Nesjahverfi og undirbúning að lagningu stofnæðar frá Hoffelli til Hafnar.

 

Aðrar fjárfestingar, m.a. í orkusölumælum, orkusölukerfi, bílum og tækjum, eru áætlaðar um 650 milljónir.

Fjárfestingar RARIK á árinu 2018

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik