Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Fimm ár frá tjónaveðri í Mývatnssveit

Nú eru rétt fimm ár frá því að mikið óveður gekk yfir á Norðurlandi sem olli umtalsverðu tjóni á línukerfum RARIK og Landsnets. Í Mývatnssveit varð mesta samfellda tjónið og þar brotnuðu um 100 staurar og rafmagnslaust var í allt að 4 sólarhringa. Þrátt fyrir þetta mikla tjón var brugðist hratt við og lagfæringar unnust á tiltölulega skömmum tíma. Til að koma rafmagni aftur á til notenda var gripið til þess ráðs að leggja jarðstreng ofanjarðar til bráðabirgða og honum komið í jörð seinna um haustið. Með þeirri framkvæmd var loftlínukerfið í Mývatnssveit nánast allt aflagt, en í staðinn lagðir þriggja fasa jarðstrengir og svæðið ljósleiðaravætt í leiðinni. Þetta hafði í för með sér jákvæð áhrif á samfélagið í mörgum skilningi, ekki síst með auknu afhendingaröryggi rafmagns.

 

Í Mývatnssveit hagar svo til að þar er víða lítill jarðvegur og grafa þurfti jarðstrenginn niður í hraun, í stað þess að plægja hann niður eins og algengast er hjá RARIK. Fyrst á eftir geta verið mikil ummerki um framkvæmdina við slíkar aðstæður. En með vönduðum vinnubrögðum verktaka má draga verulega úr því. Núna fimm árum síðar er áhugavert að bera saman umhverfi og aðstæður meðan unnið var að lagfæringunum, en einnig fyrir og eftir endurnýjun loftlínukerfisins.

Mývatnssveit - að Grænavatni
Mývatnssveit - að Garði
Mývatnssveit - við Voga

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik