ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurnýjun loftlínukerfis á veitusvæði RARIK árið 2018

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi og er háspennuhluti þess um 8.950 km að lengd. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 59% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035.

Hér er samantekt á stöðu helstu jarðstrengsverkefna ársins 2018 vegna endurnýjunar loftlínukerfis á veitusvæði RARIK.

Kort af endurnýjun loftlínukerfis á veitusvæði RARIK árið 2018

Verkefni eftir landshlutum:


Vesturland:

  • Það er búið að leggja 7 km í jörð háspennustreng í Skorradal, frá Miðfossum að Hálsum og frá Stíflu að Horni. Tengingar og frágangur á spennistöðvum er eftir, en að því loknu verður strengurinn spennusettur. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.

  • Í Hálsasveit hafa verið lagðir 8 km af háspennustreng frá Hýrumel að Sigmundarstöðum og um 1,2 km af háspennustreng frá Garði að Hurðarbaki. Tengivinna er í gangi og frágangur er eftir. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.

  • Í Norðurárdal er verið að leggja 2,9 km af háspennustreng frá Brekku að Dalsmynni. Plæging er að klárast en tengivinna og frágangur er eftir. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.
    Í Hörðudal verða lagðir 2,9 km með háspennustreng frá Blönduhlíð að Tungu. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.

  • Í Saurbæ á að leggja tvo áfanga með háspennustreng. Annars vegar frá Kirkjuhóli að Ásum, um 3,5 km og hins vegar frá Þurranesi að Kjarlagsvöllum, um 4,9 km. Verkið mun væntanlega hefjast upp úr miðjum júlí og verktaki verður Þórarinn Þórarinsson.

  • Það stendur til að leggja 3,5 km með háspennustreng á Fróðárheiði. Það eru enn erfiðar aðstæður þar og verk því ekki komið í hafið. Verktaki: Línuborun ehf.

 

Norðurland:

  • Í Hrútafirði er verið að leggja um 24 km af háspennustreng á leiðinni frá Reykjaskóla að Laugarbakka. Meginvinnunni verður að öllum líkindum lokið um miðjan júlí. Verktaki: Vinnuvélar Símonar.

  • Í Skíðadal stendur til að leggja 6 km af háspennustreng. Til stendur að hefja verkið um miðjan júlí. Verktaki: Vinnuvélar Símonar.

  • Í Eyjafirði verða lagðir um 10 km af háspennustreng frá Gnúpufelli að Fellshlíð. Til stendur að hefja verkið í lok ágúst. Verktaki: Vinnuvélar Símonar.

  • 21 km af háspennustreng verða lagðir í Aðaldal frá Tjörn norður fyrir Aðaldalsflugvöll. Verktaki: Austfirskir verktakar.


Austurland:

 

  • Öll framkvæmdaverk ársins á Austurlandi eru á Fljótsdalshéraði.

  • 1,6 km háspennustrengur verður lagður frá Lagarfossi að Ekru. Verktaki: Austfirskir verktakar.

  • 7,4 km háspennustrengur verður lagður frá Kirkjumiðstöð að Tjarnarlandi. Verktaki: Austfirskir verktakar.

  • Þessu til viðbótar þá stendur til að vinna verk sem var á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017. Það verk er í Fellum frá Fellabæ að Rauðalæk, um 8 km. Verktaki: Austfirskir verktakar.

 

Suðurland:

  • Hreppshólar að Árnesi/Ásaskóli í Gnúpverjahreppi 15 km. Vinna mun hefjast þar næstu daga. Verktaki: Þjótandi ehf.

  • Undir Eyjafjöllum verða lagðir 14 km af háspennustreng á nokkrum stöðum. Verktaki: Þjótandi ehf.

  • Í Fljótshlíð verða lagðir um 10,5 km af háspennustreng. Verktaki: Lás ehf.

  • Frá Þorlákshöfn að Hafinu Bláa verða lagðir um 10 km af háspennustreng. Ekki er búið að velja verktaka í verkið.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar