ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Dagur rafmagnsins

Í dag, 23. janúar, er dagur rafmagnsins og þá er ekki úr vegi að vekja athygli á mikilvægi rafmagns í lífi okkar. Það er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns, svo samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur í tæknivæddu nútíma samfélagi. Það að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum á heimilum og afhending þess örugg fyrir orkufrekan rekstur fyrirtækja í landinu er flókin aðgerð. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut.

 

Samorka (samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi), tekur nú höndum saman við Givewatts.org í annað sinn í tilefni af degi rafmagnsins, sem haldinn hefur verið hátíðlegur á Norðurlöndunum um nokkurra ára skeið. Markmið Givewatts er að gefa fjölskyldum í Kenýa og Tansaníu kost á því að fjárfesta í hreinni og ódýrri orku í formi sólarorkulampa í stað steinolíulampa við leik og störf.

 

Í fyrra fjármagnaði Samorka 160 lampa, sem bætir lífsgæði um 800 manns, þar sem fimm að meðaltali nýta hvern lampa á heimili. Þannig er hjálpað til við að skipta út heilsuspillandi orkugjafa fyrir endurnýjanlegan, eins og við búum við hér á Íslandi. Í ár ætlar Samorka að fjármagna fleiri sólarorkulampa þangað sem þörfin er mest og markmiðið er að koma yfir 100 lömpum til viðbótar á svæðið.

 

Landsmenn eru kvattir til að taka þátt í deginum og taka myndir sem sýna hvaða hlutverki rafmagn gegnir í lífi hvers og eins og deila henni á Facebook eða Instagram undir merkinu #sendustraum. Fyrir hverja mynd sem berst leggur Samorka 300 kr. til GIVEWATTS.org.

 

Nánari upplýsingar um dag rafmagnsins eru að finna á vef Samorku og á atburðarsíðu á Facebook.

 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik