Rarik
Leit
Leit

Breytingar á verðskrám RARIK 1. janúar 2018

Verðskrá RARIK fyrir flutnings- og dreifikostnað raforku hækkar um áramótin, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hækkun á almennum töxtum í þéttbýli er 2,7% að meðaltali og er eingöngu til að mæta 8,5% hækkun Landsnets á flutningskostnaði sl. sumar. Hækkun á almennum töxtum í dreifbýli er að meðaltali um 6% og er til komin vegna hækkunar Landsnets sl. sumar og hækkunar á dreifikostnaði RARIK.

 

Almennir orkutaxtar

 

Í dreifbýli hækka orkuliðir allra almennra taxta fyrir dreifingu og flutning raforku um 0,61 kr/kWh. Fastagjald verður óbreytt. Umræddar hækkanir koma annars vegar til vegna 8,5% hækkunar flutningsgjalda Landsnets sl. sumar og hins vegar vegna hækkunar á tilkostnaði  RARIK. Að meðaltali er um 6% hækkun að ræða á verðskrá RARIK fyrir flutnings- og dreifkostnað í dreifbýli.

 

Í þéttbýli hækka orkuliðir allra almennra taxta um 0,15 kr/kWh, sem samsvarar hækkun Landsnets frá 1. ágúst síðastliðnum. Fastagjald verður óbreytt. Umræddar hækkanir koma alfarið til vegna 8,5% hækkunar flutningsgjalda Landsnets 1. ágúst sl. og samsvara 2,7 % meðalhækkun verðskrár RARIK fyrir flutnings- og dreifikostnað í þéttbýli.

 

Ótryggðir orkutaxtar

 

Í dreifbýli hækkar orkuliður taxta VO630 fyrir ótryggða  orkudreifingu og flutning með nýtingu yfir 4500 tímum hækkar um 0,04 kr/kWh og orkuliður taxta VO 631 fyrir ótryggða orkudreifingu og flutning með nýtingu undir  4500 tímum  hækkar um 0,11 kr/kWh. Að auki hækkar fastagjald taxta VO630 og VO631 um 8,5% eins og hækkun Landsnets.

 

Í þéttbýli hækkar orkuliður taxta VO610 fyrir ótryggða orkudreifingu og flutning með nýtingu yfir 4500 tímum um 0,04 kr/kWh og orkuliður taxta VO611 fyrir ótryggða orkudreifingu og flutning með nýtingu undir 4500 tímum um 0,11 kr/kWh. Að auki hækkar fastagjald taxta VO610 og VO611 um 8,5% eins og hækkun Landsnets.

Breytingar á töxtum fyrir ótryggða orkudreifingu og flutning er þær sömu og verðskrá Landsnets tók á þessum liðum sl. sumar. 

 

Sérstakir orkutaxtar

 

Orkuliður taxta VA410 og VA430 fyrir orkudreifingu og flutning hækkar um 0,15 kr/kWh, en þar er um að ræða taxta sem að aðeins er í boði mjög nærri úttaksstað LN.

 

Þjónustugjöld

 

Þjónustugjöld samkvæmt III kafla verðskrár hækka um 3% ef undan eru skilin gjöld vegna vanskilainnheimtu sem eru samkvæmt 6 gr. reglugerðar 37/2009 með síðari breytingum.

 

Verðskrá fyrir innmötun raforku

 

Verðskrá RARIK fyrir innmötun raforku breytist frá og með 1. janúar 2018 til samræmis við breytta verðskrá Landsnets frá sama tíma. Lækkar liðurinn tapaþáttur í B-hluta verðskrárinnar um 20%  en aðrir liðir breytast ekki. 

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik