ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Breytingar á verðskrám 1. janúar 2021

Eftirfarandi breytingar verða á verðskrám RARIK 1. janúar 2021:

Verðskrá RARIK fyrir flutnings- og dreifikostnað raforku

Í verðskrá RARIK fyrir flutnings- og dreifikostnað raforku hækka allir liðir í þéttbýli um 2,8% og orkugjald á öllum töxtum í dreifbýli hækkar um 0,34 kr/kWst að undanskildum eftirfarandi liðum:

  • Orkugjald ótryggðrar orkudreifingar hækkar um 2,8% bæði í þéttbýli og dreifbýli.
  • Í dreifbýlistaxta VA430 hækkar orkugjald um 0,34 kr/kWst og auk þess hækkar fastagjald og aflgjald um 2,8%.
  • Í dreifbýlistaxta VA730 hækka allir liðir um 2,8% að undanskildu fasviksgjaldi.

Frá sama tíma hækkar verðjöfnunargjald sem allir viðskiptavinir dreifiveitna greiða úr 0,30 kr/kWst í 0,34 kr/kWst fyrir forgangsorku, eða um 0,04 kr/kWst. Verðjöfnunargjald fyrir ótryggða orku hækkar úr 0,10 kr/kWst í 0,11 kr/kWst.

 

Hækkun á framlagi stjórnvalda til verðjöfnunar leiðir til lækkunar raforkudreifingar í dreifbýli

Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2021 var framlag til verðjöfnunar í dreifbýli aukið. Það hefur í för með sér að verðjöfnun í dreifbýli hækkar frá því sem verið hefur. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun mun verðjöfnun hjá viðskiptavinum RARIK í dreifbýli hækka úr 2,08 kr/kWst í 2,86 kr/kWst frá 1. janúar 2021, eða um 0,78 kr/kWst.

Verðskrá fyrir sölu á heitu vatni

Í verðskrá fyrir sölu á heitu vatni hækka taxtar og tengigjöld um 3,5% hjá öllum hitaveitum RARIK nema á Siglufirði og Höfn í Hornafirði. Þann 1. desember 2020 tók gildi taxti H81 fyrir nýja hitaveitu í Höfn í Hornafirði og nágrenni.

 

Sú breyting verður á sölufyrirkomulagi á Siglufirði, Dalabyggð og Blönduósi/Skagaströnd að hætt verður að selja eftir mældum rúmmetrum og reiknuðum afsláttum vegna hitastigs. Þess í stað verður selt eftir orkuinnihaldi í heita vatninu, sem ræðst af nýtingu viðskiptavina á orkunni miðað við fastan bakrásarhita, sem skv. reglugerð skal vera 30°C. Þetta nýja sölufyrirkomulag leiðir ekki til verðhækkunar hjá viðskiptavinum og því eiga flestir að sjá 3,5% verðhækkun frá fyrri verðskrá. Mikilvægt er þó að viðskiptavinir gæti að því að bakrásarhiti hjá þeim sé helst ekki hærri en 30°C. Þjónustugjöld haldast þau sömu og gilda fyrir verðskrá fyrir flutnings- og dreifikostnað raforku.

Uppfært 05.01.2021:

Verðskrá fyrir innmötun raforku

Verðskrá RARIK fyrir innmötun raforku mun breytast frá og með 1. janúar 2021 til samræmis við breytta verðskrá Landsnets frá sama tíma. Hækka allir liðir verðskrár um 9,9%, nema endurgreiðsluliðurinn tapaþáttur í B-hluta verðskrár sem hækkar um 10,3%.


 

Verðskrá fyrir flutning og dreifingu raforku (nr. 28)
Verðskrá fyrir sölu á heitu vatni
Verðskrá fyrir innmötun raforku

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik