Rarik
Leit
Leit

Breytingar á verðskrá fyrir sölu á heitu vatni

Stjórn RARIK hefur ákveðið breytingar á verðskrá hitaveitna RARIK þann 1. ágúst.

 

Breytingar á töxtum jarðvarmaveitna

Taxtar jarðvarmaveitna hækka í samræmi við hækkun vísitölu frá 1. janúar 2015, þegar verðskrá breyttist síðast, eða um 6,2%. Ekki verður þó verðhækkun á almennum taxta til húshitunar á Siglufirði vegna batnandi afkomu veitunnar þar.

 

Á Siglufirði verður lagður niður taxti H3 og viðskiptavinir fluttir á taxta H4. Við það hækkar fastagjald en rúmmetraverð lækkar. Um er að ræða taxta sem ætlaður var fyrir kranavatn þar sem fastagjald er mjög lágt, en ekki eru lengur rök fyrir mismunandi fastagjaldi þar sem fastur kostnaður er sá sami. Umrædd breyting hefur áhrif á 11 viðskiptavini.

 

Breytingar á töxtum rafhitaveitna

Rekstur rafhitaveitna (R/O) veitna á Höfn og Seyðisfirði hefur verið þungur og ekki hjá því komist að hækka taxta R/O veitnanna umfram vísitöluhækkun. Álkveðið hefur verið að hækkunin nemi 8,5%. Áfram er unnið að því að finna aðra húshitunarkosti fyrir Höfn og Seyðisfjörð.

 

Breytingar á tengigjöldum

Samfara ofangeindum breytingum verða breytingar á tengigjöldum verðskrárinnar. Tengigjöld hækka og taka mið af raunkostnaði og tengigjöldum hjá öðrum veitum sem RARIK ber sig saman við. Tengigjöld hafa verið langt undir raunkostnaði og almennt hefur þurft að innheimta viðbótargjald vegna tilkostnaðar við einstakar heimtaugar eins og verðskrá hefur heimilað.

 

Atvinnuvegaráðuneyti hefur yfirfarið og staðfest ofangreindar breytingar.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik