ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Aukið dreifbýlisframlag og breytt verðskrá RARIK í dreifbýli

Óbreyttar tekjur RARIK, en lækkaðar greiðslur viðskiptavina.

Stjórnvöld hafa ákveðið að stórauka framlag til jöfnunar dreifikostnaðar raforku í dreifbýli. Dreifbýlisframlagið hækkar á milli ára úr 920 mkr. í um 1.650 milljónir kr. á ári til viðskiptavina RARIK.

 

Jafnframt hefur reglugerð verið breytt þannig dreifbýlisframlagið, eða verðjöfnun nær nú til allra þátta í verðskránni, það er fastagjalds, orkugjalds og aflgjalds, en var áður einungis á orkugjaldið.

 

Til að tryggja að aukið framlag ríkisins skili sér til viðskiptavina hefur stjórn RARIK ákveðið að breyta verðskrá RARIK í dreifbýli. Breytingin, sem hugsuð er til að verðjöfnunin komist sem best til skila felur í sér óbreyttar tekjur hjá RARIK, en breytt vægi einstakra þátta. Hlutföll á milli afls, orku og fastagjalda er sett það sama og er í gildandi þéttbýlisverðskrá og verðjöfnun ríkisins kemur á allar þessa þætti. Með aukinni verðjöfnun lækka greiðslur allra almennra viðskiptavina.

 

Áhrif þessara breytinga eru þau að allir almennir viðskiptavinir RARIK á orkutöxtum í dreifbýli sjá u.þ.b. 13% lækkum nú um mánaðarmótin og viðskiptavinir á afltöxtum um 11% lækkun. Er það til viðbótar við þá lækkun sem tók gildu um s.l. áramót.

 

Samkvæmt lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku er heimilt að jafna þann mun sem er á verðskrá í dreifbýli hjá RARIK og verðskrár þeirrar þéttbýlisveitu sem er með hæsta meðalverðið. Með þessu hafa stjórnvöld stigið mjög stórt skref til jöfnunar á flutnings- og dreifkostnaði milli almennra notenda í dreifbýli og þéttbýli.

 

Verðskráin tekur gildi 1. maí 2021

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku nr 29

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik