ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ársreikningur RARIK fyrir árið 2019

Hagnaður RARIK á árinu 2019 var um 2,7 milljarðar króna og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 5,7 milljörðum króna. Fjárfestingar ársins voru 5,5 milljarðar.

Hreinsunarvinna á loftlínu á Reykjaströnd 2019
Hreinsunarvinna á loftlínu á Reykjaströnd 2019

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 2.726 milljónum króna sem er svipað og áætlanir gerðu ráð fyrir, en lækkaði um tæp 2% frá árinu 2018 þegar hagnaður ársins nam 2.781 milljónum króna. Reiknuð áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets lækkuðu og voru 770 milljónir króna en voru 909 milljónir á árinu 2018. Heildarhagnaður að teknu tilliti til þýðingarmunar hlutdeildarfélags nam 3.103 milljónum króna.

 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 5.740 milljónum króna eða 34,2% af veltu ársins, samanborið við 33,5% á árinu 2018. Handbært fé frá rekstri nam 4.307 milljónum króna.

Rekstrartekjur hækkuðu um tæpt 1% frá árinu 2018 og námu 16.777 milljónum króna og rekstrargjöld hækkuðu á milli ára um tæp 2% og námu 13.276 milljónum króna.

 

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2019 nam 3.501 milljónum króna sem er rúmlega 3% lækkun frá fyrra ári. Minni veiking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og lægri verðbólga á árinu gerðu það að verkum að fjármagnsliðir voru heldur hagstæðari en á fyrra ári. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu um 1.059 milljónum króna, en á árinu 2018 námu þau 1.274 milljónum króna.

 

Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir RARIK í árslok 68.306 milljónum króna og hækkuðu um 2.353 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir námu 24.380 milljónum króna og lækkuðu um 441 milljón króna frá fyrra ári. Eigið fé var 43.926 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 64,3% samanborið við 62.4% í árslok 2018. Fjárfestingar ársins að frádregnu söluandvirði seldra rekstrarfjármuna námu 5.512 milljónum króna, sem er 1.818 milljónum króna hærra en árið á undan. Fjárfestingar í hitaveitum voru minni en áætlað var og færast yfir á árið 2020, en fjárfestingar í dreifikerfinu með jarðstrengjum voru umfram áætlanir. Í árslok 2019 var hlutfall jarðstrengja í dreifikerfi RARIK komið í 65%.

 

Stjórn RARIK ohf. leggur til við aðalfund að greiddar verði 310 milljónir króna í arð til eiganda RARIK sem er Ríkissjóður Íslands.

 

Samstæðuársreikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

 

Þrátt fyrir óveður og tjón í upphafi árs eru horfur í rekstri RARIK á árinu 2020 góðar. Gert er ráð fyrir að hagnaður ársins af reglulegri starfsemi samstæðunnar verði sambærilegur og á árinu 2019 en að fjárfestingar aukist á milli ára.

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna.

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna.

 

Ársreikningur RARIK 2019 var samþykktur á fundi stjórnar þann 27. febrúar, 2020 og heimilaði stjórn birtingu hans í Kauphöll Íslands.

 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528 9000.

Samstæðuársreikningur 2019

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar