ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ársreikningur RARIK fyrir árið 2017

Hagnaður RARIK á árinu 2017 var 2,5 milljarðar króna. Fjárfest var fyrir 3,4 milljarða. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, áhrif hlutdeildarfélags og skatta lækkaði um 8% frá fyrra ári.

Plæging jarðstrengs í Eyjafirði 2017
Plæging jarðstrengs í Eyjafirði 2017

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 2.507 milljónum króna sem er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, og hækkaði um tæp 23% frá árinu 2016 þegar hagnaður ársins nam 2.040 milljónum króna. Reiknuð áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets breyttust verulega, en þau voru jákvæð um 670 milljónir króna, á móti því að þau voru neikvæð um 344 milljónir á árinu 2016. Heildarhagnaður að teknu tilliti til þýðingarmunar hlutdeildarfélags nam 1.906 milljónum króna.

 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 4.767 milljónum króna eða 32% af veltu ársins, samanborið við 34,5% á árinu 2016. Handbært fé frá rekstri nam 3.952 milljónum króna.

 

Rekstrartekjur hækkuðu lítillega eða um tæplega 1,5% frá árinu 2016 og námu 14.886 milljónum króna og rekstrargjöld hækkuðu á milli ára um 4,3% og námu 11.884 milljónum króna.

 

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2017 nam 3.002 milljónum króna sem er um 8,2% lækkun frá fyrra ári. Stöðugt gengi krónunnar og lág verðbólga gerði það að verkum að fjármagnsliðir voru heldur hagstæðari en áætlað var. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu um 706 milljónum króna, en á árinu 2016 námu þau 293 milljónum króna.

 

Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir RARIK í árslok 58.465 milljónum króna og hækkuðu um 743 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir námu 20.735 milljónum króna og lækkuðu um 853 milljónir króna frá fyrra ári. Eigið fé var 37.730 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 64,5% samanborið við 62,6% í árslok 2016. Fjárfestingar ársins að frádregnu söluandvirði seldra rekstrarfjármuna námu 3.398 milljónum króna, sem er minna en áætlað var en 369 milljónum króna hærra en árið á undan.

 

Stjórn RARIK ohf. leggur til við aðalfund að greiddar verði 310 milljónir króna í arð til eiganda RARIK sem er Ríkissjóður Íslands.

 

Samstæðuársreikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2018 eru góðar. Gert er ráð fyrir að hagnaður ársins af reglulegri starfssemi samstæðunnar verði heldur meiri en á árinu 2017 og að fjárfestingar aukist á milli ára.

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna

Ársreikningur RARIK 2016 var samþykktur á fundi stjórnar þann 23. febrúar, 2017 og heimilaði stjórn birtingu hans í Kauphöll Íslands.

 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528-9000.

Samstæðuársreikningur RARIK 2017

Sækja skjalSamstæðuársreikningur RARIK 2017

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar