ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2019

Hagnaður af starfsemi RARIK nam 1.243 milljónum króna á fyrri helmingi ársins.

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2019 var 1.616 milljónir króna. Rekstrartekjur stóðu nánast í stað miðað fyrra ár, og rekstrargjöld með afskriftum hækkuðu lítillega eða um tæp 2%. Rekstrargjöld voru í samræmi við áætlanir, en rekstrartekjur heldur minni.

 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 735 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við 447 milljónir króna fyrri hluta ársins 2018. Hækkunin er aðallega vegna gengisbreytinga.

 

Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru jákvæð um 538 milljónir króna, samanborið við 373 milljónir króna á fyrri hluta síðasta árs.

 

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður á tímabilinu 1.243 milljónir króna.

 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.715 milljónir króna eða 32,5% af veltu tímabilsins, samanborið við 31.8% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri fyrir vexti og skatta var 2.641 milljónir króna samanborið við 2.696 milljón króna á sama tímabili árið 2018.

 

Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2019 námu 67.530 milljónum króna og heildarskuldir námu 24.798 milljónum króna. Eigið fé nam 42.732 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 63% samanborið við 62% í ársbyrjun.

 

Fjárfestingar ársins eru áætlaðar um 7.500 milljónir sem er talsvert meira en undanfarin ár.

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2019 eru góðar. Gert er ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði í samræmi við áætlanir. Miðað við gengisþróun undanfarna mánuði og verðbólguspár næstu mánaða er áætlað að heildarafkoma fyrirtækisins verði sambærileg á seinni árshelmingi og því jákvæð á árinu 2019.

 

Árshlutareikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Áhrif breytinga á reikningsskilaaðferðum frá fyrra ári, vegna innleiðingar IFRS 16 Leigusamningar, voru óveruleg á heildarafkomu, en höfðu um 65 milljóna kr. áhrif á EBITDA til hækkunar.

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna

 

Árshlutareikningur RARIK 1. janúar til 30. júní 2019 var samþykktur á fundi stjórnar þann 30. ágúst 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528 9000.

Árshlutareikningur 30. júní 2019

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik