Rarik

Andakílsárvirkjun tengd dreifikerfi RARIK

Þann 8. júní var Andakílsárvirkjunin tengd beint inn á 19 kV dreifikerfi RARIK í Borgarfirði með 2 km streng að aðveitustöðinni á Vatnshömrum. Samningur um þessa tengingu var undirritaður 10. júni 2016 en áður var hún tengd flutningskerfi Landsnets um 66 kV loftlínum til Akranes og til Vatnshamra. Andakílsárvirkjun er ein af eldri virkjunum landsins og var fyrst gangsett árið 1947. Árið 1974 var hún stækkuð í 8 MW og árið 2001 komst hún í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, nú Orku Náttúrunnar.

 

Með því að tengja virkjunina beint við núverandi 19 kV dreifikerfi RARIK í Borgarfirði má ætla að áreiðanleiki raforkufæðingar inn á dreifikerfi RARIK verði enn betri en verið hefur. Með þessu móti fæst einnig einföldun á raforkukerfinu til hagsbóta fyrir notendur í dreifikerfi RARIK og fyrir virkjunaraðila.

 

Andakílsárvirkjun er stærsta virkjunin sem tengist inn á dreifikerfi RARIK en með henni verða alls 33 virkjanir tengar dreifikerfinu og samanlagt afl þeirra 46 MW.

Plæging jarðstrengs frá Andakílsárvirkjun að Vatnshömrum

Plæging jarðstrengs frá Andakílsárvirkjun að Vatnshömrum

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik