ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Alvarleg bilun á norðausturhorninu

Klukkan 23:13 varð alvarleg bilun í 66 kV kerfi Landsnets og RARIK. Fasaleiðari slitnaði í Kópaskerslínu 1 sem er í eigu Landsnets og tengingar skemmdust við 66/11 kV spenni RARIK í aðveitustöðinni á Lindarbrekku.

Ekki er vitað um orsök bilunarinnar á þessu stigi málsins en það er verið að rannsaka það. Við þetta varð allt norðausturhornið frá Kelduhverfi austur að Bakkafirði varð rafmagnslaust, þar með talið Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn. Keyrðar voru upp varavélar á Raufarhöfn og Þórshöfn og færanleg varavél flutt á svæðið. Við keyrslu varaafls í nótt, kviknaði eldur í varaaflsstöðinni á Þórshöfn og þurfti að kalla þurfti út slökkvilið Langanesbyggðar og vel gekk að slökkva eldinn. Flestir voru komnir með rafmagn aftur kl. 2:42, en notendur í Kelduhverfi og við Öxarfjörð sem tengdir eru við aðveitustöð Lindarbrekku voru lengur rafmagnslausir. Þeir fá nú rafmagn frá varavél og þeir síðustu voru komnir með rafmagn rétt fyrir klukkan 7 í morgun. Keyrt verður varaafl á hluta svæðisins fyrir Kelduhverfi og Öxarfjörð þar til búið er að gera við línuna og skipta um spenninn sem skemmdist. Einhverjar truflanir geta átt sér stað á meðan á viðgerð stendur og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Fasaleiðari í 66 kV Kópaskerslínu Landsnets slitnaði og sést hér að hann vantar í miðju stæðunnar
Fasaleiðari í 66 kV Kópaskerslínu Landsnets slitnaði.
Brunnin strengtenging á 66/11 kV spenni RARIK í Lindarbrekku.
Brunnin strengtenging á 66/11 kV spenni RARIK í Lindarbrekku.
Eldur kviknaði í varaaflsstöðinni á Þórshöfn og þurfti að kalla þurfti út slökkvilið Langanesbyggðar
Við keyrslu varaafls í nótt, kviknaði eldur í varaaflsstöðinni á Þórshöfn og þurfti að kalla þurfti út slökkvilið Langanesbyggðar.
Vel gekk að slökkva eldinn sem átti upptök sín í vestur gafli varaaflsstöðvarinnar
Vel gekk að slökkva eldinn sem átti upptök sín í vestur gafli varaaflsstöðvarinnar.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik