ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Afkoman batnar

Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2009 var 637 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir samstæðunnar. Rekstrarafkoman var mun betri en á fyrri hluta ársins 2008. Rekstrartekjur hækkuðu um rúmlega 13,7% frá fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum um rúmlega 6,6% og var regluleg starfsemi fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. Afskriftir hækka milli tímabila um 102 milljónir vegna endurmats eigna í lok árs 2008.

 

Fjármagnsgjöld voru mun hærri á tímabilinu en áætlanir gerðu ráð fyrir og voru 875 milljónir króna en voru á sama tímabili árið áður 2.280 milljónir króna.

 

Áhrif hlutdeildarfélags á rekstur voru jákvæð um 38 milljónir króna.

 

Samkvæmt rekstrarreikningi var tap á tímabilinu 164 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 1.166 milljónir króna eða 28,1% af veltu tímabilsins, samanborið við 782 milljónir eða 21,4% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri var 1.169 milljónir króna.

 

Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2009 voru heildareignir RARIK 32.046 milljónir króna og heildarskuldir námu 18.269 milljónum króna. Eigið fé var 13.777 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 43,0%.

 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2009 eru traustar, en afkoman á næstu tímabilum ræðst hins vegar að verulegu leyti af stöðu gengis krónunnar og verðlagsþróun. Gengi krónunnar hefur veikst það sem af er ári en vextir erlendra lána hafa lækkað og má gera ráð fyrir að sú lækkun haldist a.m.k. út árið. Gert hefur verið ráð fyrir samdrætti í orkusölu og því hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr fjárfestingum í dreifikerfum og almennum rekstrarkostnaði. Ef gengi krónunnar styrkist ekki, eins og gert var ráð fyrir í áætlunum fyrir árið 2009, má búast við að rekstur félagsins verði í járnum á síðari hluta ársins og árið í heild gert upp með tapi sem skýrist fyrst og fremst af fjármagnsliðum.

 

Á tímabilinu var lokið við 4 milljarða innlent skuldabréfaútboð og unnið er að frekari fjármögnun félagsins til ársins 2012. Sú vinna er unnin í samstarfi við viðskiptabanka félagsins og gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að niðurstaða náist í septembermánuði. Þá eru viðræður í gangi vegna almennra skilmála í lánasamningi við erlendan aðila, sem félagið uppfyllti ekki að öllu leyti í lok árs 2008 vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Niðurstaða í þeim viðræðum mun liggja fyrir í lok október.

 

Árhlutareikningur RARIK 1. janúar til 30. júní 2009 var samþykktur á fundi stjórnar þann 31. ágúst 2009.

Samandreginn árshlutareikningur - 30. júní 2009

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik