ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Stefna RARIK er að vera traust og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem er til fyrirmyndar í umhverfismálum. Unnið er að því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Með því leggur fyrirtækið sitt af mörkum til að ná sameiginlegum markmiðum Parísarsamkomulagsins.

Í samræmi við stefnu fyrirtækisins í loftslagsmálum þá hefur stjórn RARIK ohf. og framkvæmdaráð samþykkt aðgerðaráætlun RARIK í loftlagsmálum ásamt losunarmarkmiðum til ársins 2030.

Loftslagsmarkmið RARIK

LosunarflokkurEiningViðmiðunarár202120222023202420252030

UMFANG 1tCO2e2.3482.2202.0381.9401.8091.5351.103
UMFANG 3tCO2e94888377726638
SamtalstCO2e2.4422.3082.1212.0171.8801.6011.141
Samdráttur á UMFANGI 1% -5%-13%-17%-23%-35%-53%

Markmið RARIK er að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2019. Áhersla er lögð á að draga úr beinni losun GHL en það sem út af stendur er kolefnisjafnað með kaupum á kolefniseiningum. Losun RARIK á árinu 2020 var 2.211 tonn CO2e og hefur fyrirtækið nú kolefnisjafnað alla beina losun, sem og óbeina losun vegna flugs, bílaleigu og förgunar á úrgangi þess árs. Helmingur losunar var kolefnisjafnaður í gegnum alþjóðlega vottað verkefni og helmingur kolefnisjafnaður í verkefnum á vegum Kolviðar og Votlendissjóðs.

Hlutfallsleg skipting á kolefnislosun RARIK 2020

Hlutfallsleg skipting á kolefnislosun RARIK 2020

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik