ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

25 km jarðstrengslögn í Aðaldal

Um er að ræða stórt verkefni þar sem hraun þekur mestan hluta strengleiðarinnar í vegkanti, sem gerir verkið flókið, krefjandi og erfitt yfirferðar.

Nú er unnið að 25 km jarðstrengslögn í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu sem tekur við af gömlu loftlínukerfi sem reist var á árunum 1952-1962. Búið er að bora göt undir vegi og í síðustu viku var hafist handa við sjálfa jarðstrengslögnina. Þriggja fasa jarðstrengur verður plægður frá Tjörn í Aðaldal að Heiðarenda fyrir norðan Aðaldalsflugvöll auk tenginga að Sandsbæjum til vesturs, Nesbæjum til suðurs og að Núpum austan Laxár. Gamla loftlínukerfið var þriggja fasa að undanskildum 6 km einfasa álmum sem endurnýjast yfir í þriggja fasa jarðstrengskerfi.


Um er að ræða stórt verkefni í endurnýjunaráætlun dreifikerfis RARIK þar sem loftlínur víkja markvisst fyrir jarðstrengjum. Aðaldalshraun þekur mestan hluta strengleiðarinnar sem gerir verkið í senn flókið og krefjandi enda um viðkvæmt svæði að ræða. Unnið verður í vegköntum með sérstöku leyfi Vegagerðarinnar til að lágmarka rask auk þess sem fengið var leyfi frá Umhverfisstofnun til að vinna í friðlandinu í kringum Laxá og í hrauninu í Aðaldal.


Verkefnið hefur verið í undirbúningi í 2-3 ár og er m.a. notaður sérstakur jarðstrengur í verkið með tvöfaldri kápu sem á að þola betur meðferð í hörðu hrauninu. Þessi gerð af jarðstreng hefur þegar verið notuð í sambærileg en minni verk.


Dreifikerfið í Aðaldal hefur orðið fyrir miklum truflunum í gegnum tíðina vegna áflugs álftna á loftlínur bæði að vori og hausti auk annarra bilana sökum aldurs kerfisins. Hinir nýju jarðstrengir munu auka rekstraröryggi dreifikerfisins og draga úr sjónrænum áhrifum þess.

Jarðstrengslögn í Aðaldal
Unnið er í vegköntum til að lágmarka rask enda um viðkvæmt svæði að ræða.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik