Föstudaginn 26. febrúar 2021 undirrituðu fulltrúar RARIK og 19 annarra fyrirtækja og stofnana Loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Hagnaður RARIK minnkar um þriðjung á milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 1.781 milljón króna sem er talsvert minna en áætlanir gerðu ráð fyrir og nemur lækkunin 35% frá árinu 2019, þegar hagnaður ársins nam 2.726 milljónum króna.
Fimm tilboð bárust í lagna- og jarðvinnu vegna stækkunar dreifikerfis hitaveitu RARIK á Höfn í Hornafirði en þau voru opnuð 16. febrúar síðastliðinn.
Um þessa helgi hafa Seyðfirðingar tekið á móti fyrstu sólargeislum nýs árs með sinni árlegu ljósahátíð List í ljósi. RARIK er einn af bakhjörlum hátíðarinnar, en vegna heimsfaraldurs og nýliðinna náttúruhamfara á Seyðisfirði er hátíðin að þessu sinni með látlausu en táknrænu móti.
Einfalt kort